onsdag den 8. juni 2011

En mig langar bara heim, ¡Por favor!

Ég gisti í flugherbúðum í Mar del Plata þar sem Marcos var að vinna. Það var virkilega skrýtið að sitja til borðs með hermönnum sem höfðu byssur á sér og allar græjur. Ég gerði ekki mikið í Mar del Plata en skellti mér í hræðilega næturköfun og rölti um bæinn og markaðinn. Síðasta kvöldið mitt þar var ég að skoða rútur og reyna að setja restina af ferðalaginu mínu í Argentínu saman og allt í einu gafst ég bara upp. Þetta var of mikið. Síðasta mánuðinn hafði ég fundið fyrir smá þreytu en allt í einu varð allt bara of mikið. Mig langaði mest upp í næstu flugvél heim. Ég fór að hugsa út í það að fara fyrr yfir til Perú og flýta jafnvel för minni heim. Eftir Mar del Plata fór ég til Iguazú (fossanna á landamærum Argentínu, Paraguay og Brasilíu). Ég eyddi einum degi í þjóðgarðinum og fór meðal annars í bátsferð undir úðann af fossunum. Iguazú eru einstaklega fallegir fossar og umhverfið í kring er magnað. Ég stökk svo aftur upp í rútu til Buenos Aires í von um að ná flugi til Cusco þarnæsta dag. Eftir mikið stress, mikið vesen og fullt af misvísandi símtölum náði ég ekki að kaupa flugið og varð því að bíða 3 daga eftir næsta flugi. Ég var ekki alveg í standi fyrir þetta allt saman en hélt að þetta væri síðasta vesenið svo ég lét það bara vera. Ég var svo heppin að gista hjá tveimur vinum í Buenos Aires sem sýndu mér borgina. Buenos Aires er skemmtileg borg og ég væri alveg til í að sjá meira af henni seinna. Síðustu dögunum í Argentínu var aðallega eytt í hinum og þessum görðum borgarinnar lesandi og japlandi á páskaeggi (ég var mjög ánægð að finna eitt slíkt svona yfir páskana) þar sem ég nennti varla að skoða mikið. Annan í páskum flaug ég svo yfir til Cuzco með millilendingu í Santa Cruz og La Paz. Ég þurfti að eyða nóttu á flugvellinum í La Paz. Mér byrjaði strax að líða rosalega illa og fékk mikinn hausverk. Ég komst svo að því seinna að ég var í hæstu borg heims og það sem hrjáði mig var háfjallaveiki. Nóttin leið mjög hægt og mig langaði mest bara að fara að gráta-ég var komin með nóg af öllu þessu. En við tók ótrúlega falleg flugferð yfir til Cusco sem bætti algerlega upp fyrir nóttina, mér leið helst eins og ég hefði keypt mér ferð í útsýnisflug. Í Cusco gisti ég hjá æskuvini Fanyar [Fyrir þá sem ekki vita er Fany, kona Ívars bróður míns, frá litlum bæ nálægt Cusco og bjó í Cusco lengi]. Ég hitti Lourdesi fyrsta daginn sem var virkilega gaman. Á sunnudeginum kíktum við saman til Yanaoca (heimabæjar Lourdesar og Fanyar) og heilsuðum upp á fjölskylduna. Mér var tekið opnum örmum og allir voru voða spenntir að hitta mig. Mér var boðið upp á morgunmat og morgunmat nr. 2 og stuttu seinna hádegismat. Þegar naggrísinn var settur á borðið var ég við það að springa en smakkaði hann að sjálfsögðu eftir allar sögurnar sem ég hef heyrt. Ég get ekki sagt að hann hafi bragðast voða vel og nýtti mér svolítið fulla magann minn til afsökunar og borðaði ekki mikið af honum. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig þau lifa, manni leið svolítið eins og manni hefði verið kippt aftur til fortíðar (fyrir utan farsímana sem þau áttu). Daginn eftir byrjaði á spænskunámskeiði. Ætlunin var að taka námskeið í viku og sjá hvernig mér líkaði. Ég fékk yndislegan kennara og lærði mikið og naut lífsins í Cusco. En eitthvað kallaði á mig. Þrátt fyrir að mér liði vel og þessi þreyta væri að mestu farin var Frónið farið að kalla. Hugmyndin um að fara fyrr heim hafði setið í höfðinu mínu í langan tíma og mér var satt að segja farið að líka vel við þá hugmynd. Ég vissi líka að ég hafði ekki orku í meira vesen, ef eitthvað kæmi upp á þá myndi ég ekki orka það. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að flýta flugunum mínum. En enn og aftur virtist ekkert virka en ég rétt náði að redda breytingunni fyrir helgarfríið og átti miða frá Lima til NY á miðvikudeginum. Við Lourdes ákváðum að skella okkur til Machu Picchu yfir helgina og skoða Inkarústirnar. Við skemmtum okkur vel og nutum okkar í fallegri náttúrunni þar sem við skiptumst á að ganga um og leggja okkur í grasinu. Á mánudeginum kvaddi ég Cusco og fór í 21 tíma rútu til Lima og átti að koma 3 eftir hádegi daginn eftir (þriðjudag) og hafa því sólarhring fyrir flugið mitt. Um hálf 1 leytið á þriðjudeginum leit ég út um gluggann og eitthvað voru aðstæðurnar kunnuglegar og minntu mig á Kenya. Rútur og vörubílar stopp við vegarkantinn-plís, ekki vera verkfall! Því miður var verkfall. Enginn vissi hversu lengi þetta myndi standa yfir en allir voru þó vissir um að þetta væri ekki lengur en 3-4 tímar og góða besta ég myndi nú alveg ná fluginu mínu. 3 og 4 tímar liðu og ekkert gerðist en um hálf 7 leytið fóru hlutirnir að gerast, ég myndi þá ná fluginu mínu eftir allt saman. Rútubílstjórinn sagði okkur að draga fyrir gluggatjöldin, mótmælendur væri að grýta rúturnar. 2 steinar flugu inn hjá okkur en enginn slasaðist sem betur fer. Rútan keyrði hægt og stoppaði oft. Klukkan hálf 10 vorum við stopp mjög lengi og allir voru farnir út. Framundan var allt stopp. Ég spurði rútubístjórann hverjar horfurnar væru og hann sagði mér að við kæmum til Lima í síðasta lagi snemma næsta dag og að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa af fluginu mínu. Ég var vægast sagt mjög stressuð og ákvað að fara að sofa og róa mig aðeins þar sem ég gat hvort eð er ekkert gert. Klukkan hálf 7 næsta dag vorum við enn stopp á sama stað. Ég var búin að missa af fluginu þar sem ég þurfti að vera í Lima eftir nokkra klukkutíma og engar horfur voru á neinni hreyfingu. En nokkrir í rútunni tóku sig til og ákváðu að ganga í gegnum mótmælin svo ég slóst í för með þeim. 2 tíma ganga og frá hinum endanum var 2 tíma rútuakstur til Lima-flott! ég var þá bara í góðum tíma. Eftir klst göngu mættum við fólki sem hafði verið á göngu í tæpa 4 tíma frá hinum endanum. Við hertum á gönguna og á endanum ákvað ég að skella mér aftan á mótorhjól sem gengu á milli "brúanna". Ég náði að spara mér nokkurn tíma með tveimur þannig og komst á rútustöðina klukkan 10. En þar var eins og hálfs tíma bið í rútu þar sem ég var ekki sú eina sem datt í hug að labba. Ég þorði ekki að taka áhættuna þar sem ekki mættu miklu út af bregða til þess að ég myndi missa af fluginu og ef ég þekkti Perúbúa rétt voru líklega meira en 2 tímar með rútu til Lima. Ég tók því leigubíl til næsta bæjar þar sem lítil bið var og komst til Lima korter í 2, prentaði út flugmiðann minn og hoppaði í næsta leigubíl upp á völl. Ég hló þegar ég sá flugvöllinn, trúði ekki að mér hafði tekist þetta. Að morgni næsta dags lenti ég í NY. Ég hafði ætlað að tala við frænku mína þegar ég var í Lima til að fá heimilisfang hennar og símanúmer í Bandaríkjunum þar sem ég ætlaði að vera hjá henni. Þar sem ég rétt náði fluginu tókst það augljóslega ekki og þegar ég kom að landamæravörðunum hafði ég ekkert heimilisfang í höndunum. Ég reyndi að útskýra fyrir manninum hver staðan væri og að ég gæti auðveldlega hringt heim til Íslands og fundið út úr því. En maðurinn var með svakaleg leiðindi og sagði að ég færi ekki út af flugvellinum án heimilisfangsins. Ég brotnaði niður fyrir framan hann, þreytt eftir svefnlausa nótt og viðburðaríka 2 daga. Eftir mikið vesen hleypti hann mér í gegn en ákvað að ljúga að mér að lestin til Rochester (þar sem Svanhildur býr) væri biluð og gengi ekki fyrr en daginn eftir. Ég eyddi því miklum tíma í að leita að flugi til Rochester þangað til að ég komst að því að lestin væri í fínu lagi. Ég fór því í flýti á lestarstöðina og náði lestinni sem hafði sem betur fer verið seinkað um 3 mínútur. Það var ekkert smá gott að komast til Svanhildar og slappa af. Ég hafði ekki orku í að gera mikið en við fórum þó upp til Niagra í grenjandi rigningu og versluðum smá. Eftir 4 daga keyrðum við niður til New York og gistum hjá annarri frænku minni. Veðrið lék ekki beinlínis við okkur en við náðum þó að sjá allt það helsta. Eftir 3 daga í borginni var komið að heimför. Ég skælbrosti þegar flugfreyjan sagði ,,Velkomin heim!". Ísland tók vel á móti mér með 1°C, háa hífandi roki og eldgosi, eins og því einu er lagið!

onsdag den 13. april 2011

Hola América del Sur!

Eg var i Koh Tao i rumar 2 vikur. Eg tok baedi PADI open water og advanced. Eg var satt ad segja svo spennt fyrir kofun ad mig langadi helst ad breyta allri ferdinni og taka dive master tharna (1 og halfur-2 manudir). Adur en eg byrjadi ad kafa var eg frekar stressud thar sem eg hafdi lent i veseni adur med ad kafa . En eftir ad fara vel i thad hvernig allt virkar vard kofun eitt af mest roandi hlutum sem eg hef gert , ondunin haegist og madur hreyfir sig rolega og fylgist med fiskunum. Thad var lika otrulega gaman ad hitta Unni og Reynar sem voru ad taka divemasterinn sinn tharna. Vedrid var ekki thad allra besta, ibuar eyjunar sogdu ad thad ringdi aldrei svona mikid thegar thad er ekki regntimabil. Thad helt afram ad rigna og eg var sem betur fer farin fra Thailandi thegar flodin komu. Eg for til Bangkok sidustu 2 naeturnar minar i Thailandi og rolti adeins um. 23. april flaug eg til Auckland. I seinni flugvelinni ko msvo mikil okyrrd ad matur flaug a golfid og flugfreyjurnar nadu ekki ad koma ser aftast svo eg thufti ad halda thett utan um mittid a einni theirra eins og belt i-eg var viss um ad thetta vaeru sidustu stundir lifs mins. En allt kom fyrir ekki og eg komst heil til Aucland. Eg tok rutuna til Rotorua sem er baer a jardhitasvaedi. Brennisteinslykt liggur yfir baenum allan daginn og minnir mann svolitid a Island. Eg for til Te Whakarewarewa, Maorithorp sem notar jardhita vid daglegt lif. Their syndu okkur dansa og songva sem var virkilega gaman. Naest var ferdinni heitid til Palmerston North thar sem aettingjar minir bua. Eg var hja Johani i 3 naetur og for svo yfir a sudureyjuna. Thar leigdi eg mer bil. Fyrsti dagurinn var satt ad segja hraedilegur, fyrsta skipti sem eg keyri i 6 manudi, fyrsta skipti sem eg keyri a vinstri akrein og billinn var beinskiptur en eg er von sjalfskiptum. mer leid eins og algeru bjana sem hefur aldrei laert ad keyra! thetta kom tho allt saman med timanum og seinnipartinn var eg nanast ordin okuhaef. Eg for beint til Totaranui i Abel Tasman thjodgardinum og for i gongu daginn eftir. Planid var ad ganga 19 km en eg rugladist adeins a leidum og attadi mig a ad eg hafdi farid vitlausa leid. Thar sem thad eru engir bilar leyfdir i thjodgardinum vard eg ad labba til baka sem gerdi leidina 27 km. Sidustu 3 timana var likaminn farinn ad kvarta og undir lokin var eg halfgratandi af verkjum i likamanum og var ekkert sma anaegd ad koma til baka. Leidin var virkilega falleg en eg hefdi verid til i ad hafa ekki villst og fa meiri tima til ad njota utsynisins og strandanna. Naesta dag keyrdi eg upp til Farwell Spit og svo nidur til Nelson vatnanna i grenjandi rigningu. Daginn eftir skodadi eg votnin og helt svi til Hanmer Spring sem a ad vera mjog falleg leid en aftur var grenjandi rignin svo utsynid var ekki mikid. Eg stjanadi svo vid sjalfa mig og skellti mer i heitar laugar i Hanmer Spring (thott thaer seu nu ekk i jafngodar og islensku). Sidan var ferinni heitid til baka til Picton gegnum Kaikoura og eg skiladi b ilnum. Eg for aftur til Johans sem var afskaplega gladur ad fa mig aftur i heimsokn. Eg flaug svo ut fra Auckland 10. april til Santiago, Chile. Chile hafdi aldrei verid inni i planinu svo eg tok rutu strax daginn eftir til Mendoza i Argentinu yfir fallega leid gegnum Andesfjollin. I gaer leigdi eg hjol med frakka og for i vin- og sukkuladismokkunarhjolreidartur. Vedrid var afskaplega fallegt og vinid og sukkuladid gott. I dag aetladi eg ad fara i gongutur i fallegum gardi i baenum. En thad er heitur vindur fra fjollunum sem bera med ser mikroagnir i loftinu, haettulegar heilsu og margir skolar lokadir svo eg tharf thvi midur ad halda mig inni. Vonandi verdur vedrid betra a morgun svo eg geti farid thvi seinni partinn tek eg rutu til Mar del Plata. Vinur straks sem eg kafadi med byr thar og hefur bodid mer gistingu. Hann er i argentinska hernum og mer skilst ad hann geti tha bodid mer fritt ad kafa sem vaeri ekki slaemt! Eg held eg verdi herna i Argentinu i taepan manud og haldi svo yfir til Peru.
Laerdomsfolk: gangi ykkur vel i profalestrinum ! Adrir : gangi ykkur vel i lifinu!
Lilja

lørdag den 5. marts 2011

Thailand

Eg fagnadi kinversku nyari almennilega med tveimur kanadiskum strakum og kinversku pari. Vid forum ut ad borda og bordudum hefdbundin mat fra Sichuan heradinu. Daginn eftir drogu kinverjarnir okkur i hof i Chengdu thar sem thad bodar goda gaefu ad fara um nyarid. Hofid var hraedilega omerkilegt og eg sa mikid eftir peningnum, en tha forum vid bakvid hofid og gengum um. Thar var allt ut i ljosum, lompum, mat og menningu. Skreytingar tengdar nyja arinu voru ut um allt og mikid var um alls konar skemmtanir, svo sem gongu a sverdi og fleira. Eg for med hopnum daginn eftir ad ganga a Emei fjallid i nagrenninu. Eg var alls ekki vidbuin svona miklum snjo og kulda a toppnum, og thad voru sandalarnir minir ekki heldur svo eg endadi med rennblauta kalda faetur. Gangan var tho alveg thess virdi thar sem utsynid og "The Golden Summit" voru mjog falleg. Naest var ferdinni heitid til Xi'an. Her byrjudu ofarir minar vegna kinverska nyarsins. Eg neyddist til ad taka naeturlest i 15 tima an saetis. Eg helt nu ekki ad thetta yrdi mikid mal, eg myndi bara setjast a golfid og sofna halfveginn ofan a bakpokanum minum. Eg kom i lestina og sa ad thad voru fleiri sem neyddust til ad fara an saetis-of margir! Eg gat varla stadid, hvad tha setid a golfinu! Eftir 2 oendanlega langa tima kom kinverskur madur sem hafdi hjalpad mer a lestarstodinni og baud mer midann sinn og thar med saetid sitt. Eg gat ekki thegid tilbodid thar sem madurinn hafdi areidanlega stadid i aralangri bidrod fra fyrsta degi eftir midanum. Hann heimtadi tho, tok bakpokann minn og labbadi i saetid sitt. Eg endadi thvi a thvi ad fa naetursvefn en horfdi upp a hann standa og rafa a milli saeta alla nottina. Xi'an var mjog finn baer. Eg for ad skoda Terracotta hermennina en thegar eg var buin ad borga inn kom i ljos ad adalsvaedid var lokad, sem var mjog svekkjandi thar sem thad er herinn sjalfur. Naest var forinni heitid til Beijing. Kinverska nyarid lek mig aftur gratt svo eg endadi a thvi ad taka rutu til Pingyao og Taiyuan, thadan til Datong og svo thadan til Beijing. Eg lenti i meirihattar veseni i Datong vegna mjog rangra upplysinga fra Lonely Planet og endadi a thvi a rafa um (i sandolunum minum) i -16 stiga hita ad kvoldi til ad reyna ad leita ad gistingu. Eftir svefnlausa nott fann eg ekki rutuna mina til Beijing svo vid tok kold 6 tima lestarferd an saetis (sem aftur reddadist ad lokum med heppni). Beijing var frabaer. Eg leigdi hjol tvisvar, kikti a Forbodnu borgina, Torg hins heilaga fridar, Sumarhollina (sem var kaldhaednislega thakin snjo), listamannahverfid og ad lokum a kinamurinn. Eg for a mjog afskekktan stad kinamusins sem heitir Jingshanling. Thar voru nanast engir adrir ferdamenn og fair solumenn. Vedrid var gott og utsynid frabaert. Eg hafdi einhverneginn alltaf hugsad mer kinamurinn sem turistastad, ekki beint sem fallegan stad.
Naest tok eg lest til Shanghai. Var i finasta farryminu (thar sem kinerska nyarid hafdi enn og aftur gert mer thad omogulegt ad ferdast odyrt). Eg var satt ad segja anaegd thar sem eg var ad verda veik. Vinkona mommu a ibud i Shanghai og var svo otrulega yndisleg ad lana mer hana thar sem hun var a Islandi. Aejan hennar sotti mig a lestarstodina og min beid ibud med iskap fullum af mat og skuffum fullum af DVD diskum. Eg gat ekki hugsad mer betri stad til ad vera veik a. Tvaer sem vinna hja henni stjonudu vid mig og gerdu allt fyrir mig. Eg endadi a thvi ad vera heila viku i Shanghai og skodadi litid. Kikti adeins a "The Bund" og gamla hverfid. Eg hafdi aetlad ad fara i fjallgongu og kikja i litil sveitathorp en vissi ad likaminn minn vildi ekkert annad en hvild, svo eg leyfdi honum thad.
Kinverjar eru med indaelustu thjodum sem eg hef sed. Thott their virdist oft donalegir med thvi ad svindla ser framhja i rodinni eda trodast til ad komast ad tha vilja their mjog vel og lata mann oft fa mun meiri thaegindi en their sjalfir, eins og madurinn a leidinni til Xi'an syndi. Their reyndu lika allt sitt besta til ad skilja taknmalid manns, sem var modurmalid mitt i Kina.
Kina for allt odruvisi en eg hafdi planad. Mig hafdi langad til ad eyda meiri tima i litlum sveitathorpum, en leidsogubaekur og tourist information sogdu ekki alveg satt og letu mig missa af rutum og lestum og veikindin hjalpudu svo ekki til i Shanghai. Eg hafdi samt mjog gaman af staerri borgum Kina, serstaklega eftir langan tima i thridja heims rikjum svo eg for satt af stad til Thailands.
Eg for strax daginn eftir ad eg lenti i Bangkok til Ayutthaya, fornrar hofudborgar Thailands. Thar leigdi eg hjol og hjoladi um baeinn sem var mjog skemmtilegur med ollum hofunum sinum. Daginn eftir for eg med bandariskri stelpu til Lopburi thar sem litid var ad sja. Nuna er eg stodd i Kanchanaburi og for ad skoda Erawan thjodgardinn i gaer. Eg synui i einum fossinum og leyfdi litlum fiskum ad narta i hudina mina-thad er vist voda fint nudd sem folk borgar fyrir, mjog spes. I dag kikti eg a Hellfire Pass, a filsbak og bamboo rafting. A morgun er svo ferdinni heitid til Ko Tao thar sem eg hitti hana Unni Elisabetu og aetla ad laera ad kafa. Get ekki bedid eftir strondinni, serstaklega eftir kalda daga sidustu manudi.
Eg trui thvi varla hve stutt er eftir af ferdinni, en thad er gott ad geta hugsad til thess ad thad er ekki langt i ad madur faer ad hitta alla yndislegu Islendingana sem madur thekkir!

torsdag den 3. februar 2011

Asía

Eg akvad ad sameinast hopnum aftur og for til Rishikesh og leyfdi turistastodunum ad sitja a hakanum. vid fognudum 21 ars afmaeli eins strakanna thar. eftir thad var ferdinni heitid til Jaisalmer thar sem vid forum i kamel ferd ut i eydimorkina. Eg held ad eg hafi aldrei verid svonavond vid rassinn minn, allir stauludust um thegar farid var af baki og nuddudu auma rassana. vid gistum undir berum himni med stjornurnar og tunglid beint fyrir ofan okkur. eg vaknadi um midja nottina og timdi ekki ad fara ad sofa aftur-thad var allt of fallegt! Eftir ferdina var komid ad kvedjustund. eg hafdi verid ad ferdast med sama folkinu i 3 vikur svo thad var frekar erfitt. eg toklestina til Mumbai og hafdi varla mikinn tima til ad sja borgina adur en eg flaug ut morguninn eftir ad eg kom thangad.

Eg flaug fra Kathmandu til Chengdu i nott. var 13 daga i Nepal og slappadi mest af. Var daudthreytt eftir allan hamaganginn a Indlandi-baedi mer og menningunni ad kenna ;) mig langadi ad halda i vid hopinn thar sem vid vorum eins og ein stor fjolskylda thannig ad eg for a fleiri stadi en eg hafdi aetlad, sem thyddi bara ad eg var a thonum allan timann. auk thess er rosalega mikid areiti a flestum stodum indlands, eins og fmargir vita. eg var 4 daga i kathmandu, var ad bida eftir ad ferd faeri i river rafting, en svo vard ekkert uur henni. eg for thvi med naestu rutu til Pokhara sem er turistabaer vid fallegt vatn og i fallegu umhverfi. eg var thar i viku-meikadi ekki ad skipta um stad. eg var i godra vina hop og leid vel svo eg akvad ad vera ekkert ad breyta thvi. a daginn forum vid i styttri gongu- og hjolreidatura. sidan for eg til Bandipura leidinni aftur til Kathmandu. Thetta er gamall baer i Newari stil (sem er eins og gomlu evropskuhusin). Thad var mjog skrytid ad sitja a adalgotunni, med thad a tilfinningunni ad eg vaeri i gomlum bae i Evropu med litla nepalska krakka hlaupandi i kringum mig. bilar og motorhjol voru bonnud inni i baenum thannig ad thad var virkilega fridsaelt og umhverfid tharna var otrulega fallegt. eg for i dagsferd i helli i nagrenninu-helt ad thetta vaeri oskop saklaus hellir en vid thurftum leidsogumann og klettarnir inni voru brattir og sleipir og eg var satt ad segja daudhraedd a koflum.


i gaer tok eg rutuna til kathmandu og kikti a Stupuna i Boudha, sem er ein staersta Stupa i heimi. thad er mikid um tibeska munka thar og thegar thad tok ad dimma sofnudust allir saman med kerti, sungu og heldu uppi mynd af dalai lama (syndist mer). thetta var otrulega fallegt augnablik og eg komst ad thvi seinna ad their voru ad motmaelahandtoku mikilvaegs manns i Delhi sem eg nadi ekki nafninu a.

en nu er eg komin til chengdu, lenti a kinversku nyari. Missti thvi midur af helstu fagnadarlatunum i gaer, en thad verda vist veisluhold naestu 2 vikurnar. eg aetla ad vera herna i amk 3 naetur og akveda hvert skal halda naest. vona ad eg fai lestarmida thar sem ad thad er allt brjalad nuna thegar folk er ad reyna ad komast til fjolskyldunnar sinnar og svo aftur til baka ad hatidinni lokinni.

eg fekk hana Ornu til ad setja thetta inn a bloggid mitt thar sem sidan er bonnud herna i Kina,
asamt Facebook.

Hafid thad sem allra best tharna heima!

søndag den 9. januar 2011

Chai, chai, coffee, chai

Sidustu dagarnir i Kenya voru godir. Eg skellti mer medal annars i hafdbundid brudkaup. Vid logdum af stad 6 um morguninn til ad maeta timanlega en vegna skorts a matatu-um maettum vid einum og halfum tima of seint, en tho einum og halfum tima a undan brudhjonunum. Eg veit ad allt gerist seint i Kenya en ekki hefdi mer dottid i hug ad brudkaup myndi byrja 3 timum of seint! Thad var gaman ad sja athofnina en thvi midur misstum vid af mestum hluta veislunnar thar sem vid thurftum ad leggja af stad til baka adur en veislan klaradist. Eins og eg hafdi planad eyddi eg jolunum a hostelinu i Mombasa. Eg kynntist yndislegu folki thar og nokkrum sem halda lika upp a jolin 24. Vid skelltum okkur thvi a inverskan veitingastad i jolamatinn og endudum kvoldid spjallandi a strondinni. Joladegi eyddi eg svo sleikjandi solina a strondinni og brann. Um kvoldid tok svo jolaveislan vid og eg er ekki fra thvi ad jolatonlistin, jolatred, pakkaleikur og godur matur hafi komid mer i sma jolaskap. Daginn eftir thurfti eg svo ad fara aftur til Nairobi til ad na flugi til Indlands. Eg var frekar leid ad kvedja Kenya og fannst eg ekki alveg tilbuin til thess, aetli thad hafi ekki verid sma hraedsla vid ad fara inn i nytt land og nyja menningu og laera hvernig allt virkar upp a nytt. Thad tok mig ekki langan tima ad kynnast folki a hostelinu i Delhi. Vid faerdum okkur a hotel um aramotin og heldum litla veislu saman i einu hotelherberginu, hofdum ekki heyrt allt of goda hluti um gotur Delhi um aramotin svo vid heldum okkur bara inni. Thad var skrytid ad horfa a tomar goturnar a aramotunum og sja adeins einn og einn flugeld skotid upp Naest var ferdinni heitid nordur til Amritsar thar sem Gyllta hofid er. Eg for med 4 odrum strakum og i Amritsar kynntumst vid 2 stelpum sem baettust vid gengid. Vid forum a athofn vid landamaeri Pakistan thar sem hermennirnir loka landamaerunum daglega vid mjog hatidlega athofn. Folk klappar og oskrar af fognudi og hermennirnir syna einhverskonar hergongulistir. Thetta var mjog skemmtileg upplifun. Um kvoldid sa eg svo Gyllta hofid. Thad var guddomlegt svona upplyst, eg held eg hafi aldrei sed svona fallega byggingu og eg fekk gaesahud. Daginn eftir saum vid hofid ad degi til og eg verd ad segja ad thad er ekki jafnfallegt tha. 7 manna gengid tok svo rutu til McLeod Ganj, litils baejar i fjollunum i nordri. Vid komum seint ad kvoldi til og saum thv i ekki hvernig allt leit ut. Morguninn eftir leit eg ut um gluggann, eg var stodd i himnariki. Utsynid var otrulegt, andrumsloftid loksins taert og eg sa solina i fyrsta skipti sidan eg kom til Indlands (vid vorum fyrir ofan thokuna sem hefur thakid thann hluta Indlands sem eg hef verid i). A gotunum var krokkt af folki en thratt fyrir thad var nanast thogn, i algerri andstaedu vid thad sem eg hafdi adur upplifad. Vid skelltum okkur i 2ja daga gongu i fjollunum og gistum hja thorpsbuum sem einnig eldudu handa okkur mat. Thorpid sem vid gistum i hefur engar gotur og enga bila svo thetta var mjog skemmtileg upplifun ad vera a svona afskekktum stad. Thott eg hefdi enga longun til ad fara var eg nanast knuin til ad halda afram eftir 5 daga i fridsaeldinni. Eg kom einsomul til Agra i dag og aetla ad skoda Taj Mahal a morgun. Planid var ad ferdast um Rajasthan og enda i Jaisalmer i camel safari.  Eg veit ad allar borgirnar i planinu eru krokktar af ferdamonnum og thar af leidandi solumonnum oskrandi og togandi i mann. Mig langar satt ad segja ekki mikid til thess svo eg gaeti endad a ad fara til Rishikesh i nokkra daga og hitta krakkana aftur og fara samferda theim til Jaisalmer. Eftir Jaisalmer tekur Mumbai vid i 2 daga adur en eg flyg thadan til Kathmandu, Nepal. 
I fyrstu fannst mer ekki svo mikill munur milli Kenya og Indlands, lyktin var adeins verri, goturnar adeins havadasamari, engin sol og mikid kaldara. Eg er farin ad sja meiri mun nuna. Thad er otrulega erfitt ad komast a stad ef thu veist ekki nakvaemlega hvar hann er. I fyrsta lagi eru fair sem tala ensku, og their fau sem tala ensku eru ad ollum likindum ad ljuga ad ther. Their reyna ad koma ther a annad hotel med adeins odruvisi nafni, eda segja ad midasalan fyrir lestirnar se flutt eda i vidgerd. Eg treysti engum, eg fer bara eftir thvi sem eg held ad se rett og vona ad eg hafi rett fyrir mer. Thad er mjog leidinlegt ad geta engum treyst thvi tha er madur svo donalegur vid tha sem vilja virkilega vel. Annad sem eg tek eftir er ad Indverjar hugsa bara um peninga, audvitad var thad stor hluti Kenya lika en i Kenya gat madur att edlilegt samtal vid innfaedda an thess ad thad endadi med thvi ad their reyndu ad fa ut ur ther pening eda reyndu ad selja ther eitthvad. Eg hef samt skemmt mer mjog vel i Indlandi, og held ad hopurinn sem eg kynntist hafi att agaetan thatt i thvi. Eg vildi satt ad segja ad eg hefdi adeins meiri tima herna thvi thad tekur oheyrilega langan tima oft a tidum ad komast a milli 2ja stada, mikid lengri tima en eg hefdi haldid. Mig langar samt ekki ad skera af theim stutta tima sem eg hef i Nepal svo eg laet dagana 23 i Indlandi naegja og reyni ad vinna sem best ut ur theim :)