mandag den 22. november 2010

Jambo Kenya!

Fyrstu tvaer naeturnar var eg i Nairobi og skodadi borgina litils hattar og var ekkert allt of hrifin. Eg tok rutu til Mombasa 9. nov sem upprunalega atti ad taka 8 tima. Ut i midju rassgati stoppadi rutan, matatuarnir (litlar rutur) i Mombasa voru med verkfall og lokudu veginum a milli. Vid bidum i langri rod ruta, flutninga- og oliubila i 14 tima og eyddum nottinni thar. I rutunni kynntist eg Kenyskri stelpu sem missti af vinnunni sinni daginn eftir vegna verkfallsins. Hun for thvi um alla Mombasa med mer og syndi mer baeinn. Baud mer heim til sin i hadegismat og kenndi mer adeins a hvernig allt virkar. Mombasa er mjog skitug. Thad er rusl ut um allt. Vid Khadija fengum okkur Sprite og thegar eg aetladi ad beygja mig eftir floskunum til ad henda theim spurdi hun mig hvad eg vaeri ad gera. Eg sagdist aetla ad henda theim i ruslid. ,,Trash?!" hun hlo, ,,There is no trash here!" Thad er mjog erfitt fyrir mig ad skilja eftir rusl ut um allt, eg tek thad oftast med mer aftur a hostelid og hendi thvi i ruslid thar, thott eg viti ad thad endi a nakvaemlega sama stad og ef eg hefdi skilid thad eftir-thad laetur mer lida ogn betur. Khadija baud mer ad vera hja ser a medan eg vaeri i Mombasa, en eg akvad ad fara a hostelid, i von um ad kynnast folki til ad ferdast med. Hostelid var mjog kul, fannst eg vera komin i einhvers konar svitu thegar eg for fyrst inn. Thetta er ekta bakpoka hostel thannig ad eg kynntist fullt af folki i svipudum sporum og eg. A hostelinu attadi eg mig a thvi ad eg taladi i fyrsta skipti vid vestraena mannsekju i 4 daga, og var undarlega lett vid thad. Eg var i Mombasa i 5 daga, med einnar naetur ferd til Malindi med breskri stelpu. I Malindi fekk eg minni hattar matareitrun og gerdi thvi litid thar, annad en ad labba adeins a strondinni.
Sidasta manudag akvadum eg og thysk stelpa, Melanie, ad fara til Naivasha, ad heimsaekja 2 kanadiska straka, Ryan og Jace, sem voru a hostelinu okkar. Their eru ad vinna vid rannsoknir a Naivasha vatninu. Vid forum med theim ut a bat daginn eftir. Thad var virkilega fallegt og gaman ad kikja ut a bat. I vatninu voru flodhestar og i bakgardinum hja strakunum er heill dyragardur. Vid kiktum i gongutur til ad kikja a dyrin og vorum innan vid 100 metra fra sebrahestum, giroffum, gasellum, wilderbeest,  waterbucks og fleira. Thad var magnad ad labba um svona a milli dyranna eins og ekkert vaeri sjalfsagdara. Flodhestarnir koma svo uppur vatninu um half 6 leytid og tha er radlegast ad halda sig inni, serstaklega eftir myrkur.
Fyrsta kvoldid mitt i Naivasha fekk eg loksins upplysingaskjalid fra sjalfbodalidasamtokunum, viku adur en verkefnid byrjar, eftir 4 manada bid og stanslaus loford. Eins og morg ykkar vita atti eg ad kenna bornum ensku og undirbua thau undir prof. Eg las skjalid yfir: girdingavinna, skurdagroftur, trjaplontun og einhverskonar felagsradgjof (sem mun minni ahersla var logd a). Thad besta var ad astaedan fyrir thvi ad vid gaetum sofid i skolastofunum var su ad bornin (sem eg taldi mig vera ad fara ad kenna) eru i frii thann tima sem verkefnid stendur yfir. Auk thess var mer thjad ad 70 thusund kronurnar sem eg var buin ad borga vaeri ekki nog, eg aetti eftir ad borga 50 thusund kronur. Thetta var allt annad en mer hafdi verid tjad af Veraldarvinum, hun hafdi sagt mer ad inni i 70 thusund kronunum vaeri allt innifalid. Eftir dags umhugsun akvad eg ad fara ekki. Eg hef ekki minnstan ahuga a thvi ad grafa skurdi i 37 stiga hita i 3 vikur, thegar eg get gert eitthvad miklu meira spennandi. Eg aetla ad kikja a SOS barnathorp i Mombasa og kannski vestur Kenya lika og athuga hvort thau hafi eitthvad handa mer, thott eg fai ekki husnaedi eda mat innifalid. Eg get lifad af 3 vikur undir 50 thusund kronum herna haeglega. Ef eg finn mer ekkert ad gera finnst mer liklegt ad eg kiki adeins til Tanzaniu, eda geri eitthvad annad skemmtilegt herna i Kenya. Moguleikarnir eru endalausir, svo eg er i raun ekki svo svekkt med thetta allt saman. Eg aetla ad reyna ad fa peningana mina aftur fra Veraldarvinum, thar sem eg fekk algerlega ekki thad sem mer var lofad.
Thar sem eg var ekki a jafnmikilli hradferd akvadum vid Melanie ad framlengja dvol okkar i Naivasha og kikja med Jace a Hell's gate, sem er thjodgardur i nagrenninu. Thad var virkilega fallegt og leidsogumadurinn okkar var frabaer, vissi virkilega allt og fraeddi okkur um mikid. Eftir thad forum vid Melanie i 3 daga safari ferd til Masai Mara. Vid gistum i tjaldbudum, en i tjaldinu voru tho vatnsklosett, sturta og rum. Tjaldbudirnar eru svo vaktadar af Masai warriors, sem hafa boga og orvar til vopns.Fyrri nottina la eg halfandvaka vegna hundsins theirra. Eg heyrdi alls kyns hljod i kring og imyndadi mer alls kyns skepnur allt i kringum tjaldid. Daginn eftir var okkur sagt ad i kring hofdu verid hyena og cheetah. Vid saum alls kyns skepnur i thjodgardinum, allt nokkud nalaegt, stundum fullnalaegt. Vid forum tho um allt i bil, thannig mer fannst eg vera oruggari en gangandi, thott thad sem mikid skemmtilegra.
Kenya er buin ad vera mognud! Eg var i sma vafa i fyrstu thegar eg var i Nairobi, efadist um getu mina til ad ferdast ein. Fra og med fyrsta deginum i Mombasa breyttist allt! Mer finnst eg svo lifandi og mer finnst eg soga inn i mig natturuna og menninguna. Her er mikil fataekt, en folk virdist vera mun lifsgladara en eg hefdi haldid, og eg held an grins ad i Evropu hafi eg sed fleiri betlara a gotunum.
I dag komum vid til Nakuru og aetlum ad vera herna i ca 2 naetur og skoda okkur um, aetlum reyndar ekki inn i thjodgardinn. Eftir thad holdum vid aftur til Ryan og Jace thar sem afmaelinu minu verdur fagnad. Eftir thad tekur vid sma ovissa, en eg mun ad ollum likindum fara til Mombasa ad finna mer eitthvad ad gera. Hafid thad gott heima!

3 kommentarer:

  1. Þetta er sannarlega ein mögnuð tilfinning að ferðast einsömul í óvissunni. Furðulega ekki einamannalegt. Njóttu þess!!

    Kv. Birna Dís

    SvarSlet
  2. Hæ lilja, gott að heyra frá þér og að allt gengur vel. Sá myndir af þjóðgarðinum, mjög fallegt. Hafðu það gott á ferðalaginu þínu. Hlakka til að heyra meira.

    kv. Jón bróðir

    SvarSlet
  3. sæl elsku afmælissystir og til hamingju með daginn. Gaman að fá fréttir af þér. Gangi þér sem allra best á ferðalaginu og njóttu lífsins.
    Knús til þín Rósa

    SvarSlet