Vid Melanie komum aftur til Naivasha eftir einn dag i Nakuru og sloppudum vel af adur en afmaelid mitt tok vid. Planid var ad ganga a Longonot (sem er gigur herna i nagrenninu), elda godan kvoldmat og slappa af vid vardeldinn fram a nott. Morguninn tok tho vid okkur med suld og skyjum svo okkur fannst ekki thess virdi ad fara a Longonot. I stadinn kiktum vid a blomabugard og skelltum okkur svo i fokdyran hadegismat (2000 kr hladbord) a mjog finum veitingastad vid Naivasha vatnid. Vid endudum a thvi ad vera pakksodd til 9 og letum kjuklingarettinn thvi bara sitja a hakanum. Vid eyddum svo restinni af kvoldinu i partyi herna vid hlidina a.
Daginn eftir var mer bodin vinna af strakunum. Ryan thurfti ad fara heim 3. desember vegna skolans en Jace thurfti ad vera lengur, eina sem vantadi var hjalparhella og felagsskapur i husinu. Mer voru bodnir 1000 dalir fyrir 3 vikna vinnu (manudaga og thridjudaga), fritt faedi og husnaedi. Eg akvad ad taka thessu thratt fyrir ad ad hafa planad ad halda afram ferdalagi minu eda finna hjalparstarf. Thegar Jace var buinn ad breyta flugmidanum sinum kom a daginn ad miskilningur hafdi verid milli strakanna og yfirmannsins theirra, hann meinti 1000 bob (1400 kr) fyrir hverja batsferd. Eg aetladi i fyrstu ad gefa skit i thetta og fara ad ferdast thar sem thetta var augljoslega ekki naegur peningur til ad vera thess virdi ad vera bundin nidur. Eg mundi svo eftir hjalparstarfi sem mer var sagt fra i Gilgil og akvad ad athuga thad nanar. Sidasta fostudag for eg ad skoda stadinn. Thar eru 50 strakar og 10 stelpur. Krakkarnir syndu dansa, gengu um sem model, sungu og syndu alls kyns fimleikaspor. Thetta var virkilega gaman, krakkarnir eru svo katir! Eg taladi vid tha sem eru yfir hjalparstarfinu og var sagt ad eg get komid hvenaer sem eg vil og hjalpad til. Eg get tha buid her hja Jace i friu faedi og husnaedi og farid ut a bat manudaga og thridjudaga ef eg vil.
A sunnudaginn forum vid Jace upp a Longonot, eftir ad hafa frestad thvi stodugt. Thad var otrulega fallegt, gigurinn er mjog flottur og utsynid magnad. Vid gengum alls 21 km (10 km upp og nidur og 11 km hringinn). A toppnum sagdi leidsogumadurinn okkar okkur fra konu sem do vikunni adur ur vatnsskorti! Ekkert var haegt ad gera til ad bjarga henni. Vid heldum afram gongunni og mer leid var farid ad lida hraedilega, solin var svo sterk og hitinn svo mikill, auk thess sem vid vorum i nokkurri haed og i fjallgongu. Mer svimadi og hausinn minn var ad springa, eg reyndi ad labba a milli skugga theirra fau nogu thjettu trjaa sem eg fann. Sagan fra leidsogumanninum roadi mig ekki beint, en eg reyndi ad sannfaera sjalfa mig um ad 2 og halfur liter af vatni vaeri nog. Ferdin var algerlega thess virdi thratt fyrir allt.
Manudag og thridjudag for eg ut a batinn med Jace og tok med honum syni ur vatninu. Midvikudag, fimmtudag og fostudag for eg med matatu til Gilgil og hjalpadi til. Krakkarnir eru ad visu i sumarfrii en thar sem thetta er heimilid theirra tharf ad finna eitthvad handa theim ad gera daglega. Fyrsta daginn voru mer afhent 8 leikskolaborn fra 1-7 ara og var sagt ad sja um thau, finna eitthvad ad gera med theim. Thad var frekar erfitt, eg reyndi ad kenna theim einhverja leiki en meiri hluti theirra skilur ekki ensku svo thad for ut um thufur. Annan daginn kenndi eg 1. og 2. bekk sma staerdfraedi og a fostudaginn kenndi eg elstu strakunum, samfelagsfraedi, ensku, staerdfraedi, fronsku og sma efnafraedi. Fostudagurinn var bestur, strakarnir hofdu mikinn ahuga a thvi sem eg hafdi ad segja og vildi hafa timann mikid lengri en hann atti ad vera.
Vid Jace kiktum til Nyahururu, haesta baejar Kenya, um helgina og skodudum Thompson's Falls. Fossinn er virkilega fallegur og thad var gaman ad fara i sma helgarferd og breyta um umhverfi.
Eg verd herna fram til 21. desember og fer tha til Mombasa thar sem eg aetla ad halda upp a jolin a hostelinu. Heyrist verda sma jolaandi thar svo eg aetti ekki ad vera einmana um jolin. Mer finnst ekkert sma skrytid ad jolin seu ad koma. Thegar eg heyri af folki heima i jolaprofum eda jolaundirbuningi finnst mer eg rosalega fjarlaeg thessu ollu. I Nairobi er vist mikid um jolaskraut, en eg hef varla sed neitt herna i Naivasha.
Vona ad jolaprofin, jolaundirbuningurinn og jolastressid fari vel med ykkur ollsomul!
Ingen kommentarer:
Send en kommentar